Um okkur
Fyrirtækið Bílasmiðurinn hf var stofnað árið 1980 af Leifi þorleifssyni bifreiðasmíðameistara og fjölskyldu hans, fyrirtækið er enn í eigu fjölskyldunnar. Aðalstarfsemi þess er heild og smásala með vörur tengdar margskonar iðnaði, ýmsa hluti til atvinnubifreiða og tækja ásamt iðnvörum til sjós og lands. Í verslun okkar á Bíldshöfða 16 erum við með mikið úrval af vörum til sölu, má þar finna lamir, læsingar, gúmmí þéttlista, álprófila, gaspumpur, einangrun, lúgur, ljós, bílstóla, barnabílstóla, teppi,miðstöðvar, ísskápa , hleðslustöðvar fyrir rafbíla, bretti , perur ofl.
Einnig er fyrirtækið með þjónustu og verkstæði fyrir Webasto aukamiðstöðvar að Eldshöfða 19.
Mikil vöru og tækniþekking er til staðar hjá starfsmönnum fyrirtækisins og veitum við margskonar ráðgjöf við kaup á þeim vörum sem fyritækið hefur til sölu. Mikil áhersla er lögð á að bjóða aðeins gæðavörur á sanngjörnu verði.
Opnunartími verslunar
Opið 1/9-31/5 alla virka daga frá kl 08:00 – 18:00
Og 1/6-31/8 frá kl 08:17:00.
Lokað um helgar.