Webasto Thermo Top Evo5 12v bensín miðstöð sem hitar kælivatn bílsins, setur miðstöðvarblásara hanns í gang og hitar þannig upp bílinn að innan og bílvélina samtímis.
Hitaranum er stjórnað með t.d. tímasettri klukku, fjarstýringu eða snjallsíma ( App ). Venjulegur forhitunartími er 20-30mín en hægt er að stilla hann allt að 120min. sjá pfd. og á tæknisíðum.
ísetningar sett og stýringar þarf að kaupa aukalega og fer það eftir því í hvernig bíl tækið á að fara. Bílasmiðurinn þjónustuverkstæði sér um ísetningar og viðhald sé þess óskað.
Hafið samband við sölumann til að fá tilboð eða verð í ísetningar settin sé þess þörf.
Minnkar mengun og slit vélar, sparar eldsneyti og eykur öryggi.